Njóttu þess að vera í skóginum

Aðstaðan

 

Námsumhverfi Hallormsstaðaskóla er einstakt og er umhverfið allt mikilvægt kennslurými enda er lögð áhersla á staðbundin hráefni og auðlindir í náminu. Skólinn er staðsettur í miðjum Hallormsstaðaskógi sem er stærstur skóga á Íslandi og hefur að geyma einstakt trjásafn. Í nágrenninu eru jafnframt fjölbreytt útivistasvæði og sögustaðir.

Í skólahúsinu ríkir notaleg stemmning og hér hafa nemendur aðgang að hvetjandi og nærandi umhverfi til dvalar og náms. Í Höllinni eru haldnar kvöldvökur, vefstofan hefur mikið aðdráttarafl og tilraunaeldhúsið býður upp á aðstöðu fyrir nýsköpun og vöruþróun í matvælaframleiðslu.

  

 

 

Logo_hvitt_200x200_x1.png
Hallormsstaðaskóli 
Sími 471 1761 
kt. 640169-0959
Hallormsstað
701 Múlaþing
© 2024, Hallormsstaðaskóli

Skráðu þig á póstlista Hallormsstaðaskóla

Fylgstu með hvað er á döfinni hjá Hallormsstaðaskóla með því að skrá þig á póstlistann okkar.  

IS  /  EN