IS  /  EN

IS  /  EN

Charma

Charma

Charma jurtalitun silki naturaldye smallbusiness handmade jewelry

Charma

Textílframleiðslan er næstmest mengandi iðnaður í heimi á eftir landbúnaði. Ein helsta orsök þess er meðhöndlun og litun á textílefni með gervilitarefnum sem eru í mörgum tilfellum skaðleg fyrir fólk og umhverfið.

 

Charma

Fataiðnaðurinn á við mörg vandamál að stríða, meðal annars mengun, skort á mannréttindum og vegna slæmra aðstæðna starfsmanna. Flest þessara vandamála eru veruleg í fjöldaframleiðslu fyrir “fast fashion” tískumerki. Verkefnið er stofnun á vörumerkinu Charma, sem býður upp á jurtalitaðar textílvörur, eins og silkislæður og silkiklæddar hárteygjur og handgerða skartgripi. Vörumerkið leggur áherslu á sjálfbærni í rekstri, framleiðslu á vörum og öllu sem því fylgir. Jurtalitun er án skaðlegra kemískra efna og litirnir eru náttúrulegir og eru vistvænn valkostur sem kemur í stað gervilitarefna.

Charma er einstakt vörumerki á Íslandi sem býr til fallega handverks-fylgihluti fyrir vist-meðvitaða neytendur.

 

Emma Charlotta Ärmänen

Emma Charlotta Ärmänen lærði fatahönnun og fatagerð í Finnlandi þar sem hún er uppalin. Emmu er umhugað um hið mikla magn kemiska efna sem lagt er á okkur og umhverfið í daglegu lífi – ekki síst í gegnum fötin okkar. Áhugi og þekking Emmu á sjálfbærni hefur vaxið og sprettur stofnun vörumerkisins Charma uppúr nýfenginni þekkingu hennar á náttúrulegum og umhverfisvænum leiðum til að lita textílefni.

www.charma.is

Instagram @charma.is

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Logo_hvitt_200x200_x1.png
Hallormsstaðaskóli 
Sími 471 1761 
kt. 640169-0959
Hallormsstað
701 Múlaþing
© 2024, Hallormsstaðaskóli

Skráðu þig á póstlista Hallormsstaðaskóla

Fylgstu með hvað er á döfinni hjá Hallormsstaðaskóla með því að skrá þig á póstlistann okkar.  

IS  /  EN