IS  /  EN

IS  /  EN

Bjarkalundur

lokaverkefni hallormsstaðaskoli bjarkalundur graenmetisgardur

Bjarkarlundur

Bjarkarlundur er grænmetisgarður sem nýtist Hallormsstaðaskóla - nemendum og starfsfólki hans í ræktun á matjurtum. Kartöflugarður ásamt ræktunarkössum með möguleika á ýmsum tegundum matjurta. 

Bjarkarlundur 

Ein af undirstöðum lífsins er næring. Ef við nærumst ekki lifum við ekki af og flest fáum við þessa næringu úr mat. Í nútíma samfélagi er fjöldinn allur af matvælum sem innihalda ekki þau næringarefni sem maðurinn þarf til þess að lifa heilbrigðu lífi. Tengingin á milli matarvenja fólks og sjúkdóma er oft meiri en við gerum okkur grein fyrir. Þar spila oft inn í óæskileg efni sem notast er við í framleiðslunni og oft er fólk ekki nægilega upplýst um þau áhrif sem þessi efni geta haft á heilsuna. Með því að koma upp matjurtagarði við skólann er vonast til þess að opna augu framtíðarnema um mikilvægi næringar, sjálfbærni og almennt hvernig við getum stigið skref í þá átt að vera sjálfum okkur næg í matvælaframleiðslu. 

 

Álfheiður Björk Bridde

Fyrir lokaverkefnið langaði mig að gera eitthvað sem ég hef bæði gaman af en einnig eitthvað sem mun nýtast til framtíðar. Eftir þó nokkra umhugsun komst ég að þeirri niðurstöðu að grænmetisgarður væri klárlega eitthvað sem myndi nýtast vel fyrir skólann. Markmiðið mitt fyrir verkefnið var að reyna að kaupa sem minnst og nýta þann efnivið sem annars færi í ruslið. Garðurinn er því að mestu leiti úr gömlum pallettum og trékössum sem átti að henda."

Sjálf er ég gjörn að fara svolítið fram úr mér í hugmyndavinnunni og er búin að sjá fyrir mér ýmislegt sem gaman væri að sjá á lóð skólans. Dæmi eru gróðurhús, eldstæði og hænsnakofi. Ég hugsa hins vegar að grænmetisðgarður sé nóg í bili og eftirtaldar hugmyndir bíða nemenda fyrir næsta ár.

Logo_hvitt_200x200_x1.png
Hallormsstaðaskóli 
Sími 471 1761 
kt. 640169-0959
Hallormsstað
701 Múlaþing
© 2024, Hallormsstaðaskóli

Skráðu þig á póstlista Hallormsstaðaskóla

Fylgstu með hvað er á döfinni hjá Hallormsstaðaskóla með því að skrá þig á póstlistann okkar.  

IS  /  EN